Leikhúsferð í kynjafræði

 

Hópur nemenda í kynjafræði fór nýlega á sýninguna How to make love to á man í Borgarleikhúsinu. Verkið er bráðfyndin en líka beitt rýni á karlmennsku hugmyndir samfélagsins. Nemendur fengu að setjast niður með aðstandendum sýningarinnar og spurðu þá út í efnistökin og hugmyndirnar sem lágu að baki sýningunni. Þá var skemmtileg tenging við skólann en einn af leikurunum, Ari Ísfeld, er gamall kvennaskólastúdent.

Þórður Kristinsson er kennari í kynjafræði en hún hefur verið með allra vinsælustu valgreinum skólans síðan hún var fyrst kennd árið 2009. Við sögðum einmitt nýlega frá því að kennslubók Þórðar og Bjarkar Þorgeirsdóttur (námsstjóri skólans) var tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna.