Kynjafræðibók úr Kvennó tilnefnd til verðlauna


Í gær var tilkynnt um hvaða tíu rit eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Þar má finna bókina Kynja­fræði fyr­ir byrj­end­ur sem Þórður Kristinsson og Björk Þorgeirsdóttur skrifuðu og Forlagið gaf út. Bókin er jafnframt fyrsta rafbókin sem hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna. Í umsögn nefndarinnar um bókina segir „Vel unnið og vekj­andi kennslu­efni sem ger­ir nýrri náms­grein góð skil og teng­ir sam­an sögu­leg­ar for­send­ur og sam­tímaum­ræðu.“

Björk og Þórður eru meðal reyndustu félagsvísindaskennara landsins og hafa starfað við Kvennaskólann um árabil. Kynjafræði hefur verið með allra vinsælustu valáföngum skólans síðan hún var fyrst kennd árið 2009. 

Í bókinni má einnig finna gagnvirkar æfingar fyrir nemendur að spreyta sig á. Hún er mjög aðgengileg, til dæmis er hægt að fá upplestur á texta og breyta letri og litum eins og hverjum hentar. Endilega kíkið nánar á bókina hér https://kynjafraedi.vefbok.forlagid.is/