Kvennó-hópur Menntamaskínu 2021


Menntamaskínan (MEMA) er framhaldsskólaáfangi þar sem sköpunarkraftur ungs fólks er virkjaður til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Ferlið sem unnið er eftir er skipt í þekkingarsprett, hönnunarsprett, tæknisprett og lokasprett og tekið er mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna við nýsköpunina. Nemendur úr Kvennaskólanum taka nú þátt í annað sinn. Í ár vinna þátttakendur með tólfta heimsmarkmiðið; ábyrg neysla og framleiðsla.

Hópurinn úr Kvennó hefur farið í nokkrar heimsóknir til að viða að sér þekkingu, m.a. í Fablab Reykjavík og Sjávarklasann. Auk þess fór hópurinn alla leið á Selfoss til að ræða við Björn vöruþróunarstjóra MS um skyr, framleiðslu þess, eiginleika, sölu og umbúðir. Nemendur munu gera frumgerð af nýjung sinni sem kynnt verða í lok nóvember ásamt því að skila skýrslu og kynningarmyndbandi.