Heimsókn í Fablab Reykjavík

Ekki hefur verið mikið um það að nemendur heimsæki fyrirtæki og stofnanir á þessari önn af skiljanlegum ástæðum. Mitt í samkomubanni fóru þó nemendur úr valáfanganum Mema (Menntamaskína) í heimsókn í Fablab Reykjavík til að kynna sér þá aðstöðu og aðstoð sem í boði er þar. Þar sem samkomubann var í gildi mættu einungis 4 nemendur í einu og allir með grímu.

Starfsfólk Fablab, þau Bryndís, Hafliði, Hafey og Arnar tóku mjög vel á móti hópnum og var heimsóknin gagnleg við úrvinnslu verkefna sem nemendur eru að vinna að. (www.fablab.is )