Grímuskylda í skólanum

Kæru nemendur

Á morgun verður staðnám í bekkjartímum hjá 3. bekk og 2FF, 2FÞ, 2NC og 2NF en vegna aukinna smita úti í samfélaginu þá verður ekki staðnám í valáföngum á morgun og í skólahúsnæðinu er grímuskylda fyrir nemendur og starfsfólk. Skólinn sér um að útvega grímur fyrir þá sem ekki eiga. Mikilvægt er að kynna sér vel leiðbeiningar um grímunotkun í framhaldsskólum.  

Nú sem aldrei fyrr verðum við að vanda okkur sérstaklega vel, þvo hendur og spritta og passa uppá 1 metra regluna alls staðar. Koma í skólann og fara beint í bekkjarstofuna sína og ekki safnast saman á göngum skólans (sjá upplýsingar um bekkjarstofur og reglur).

Við ítrekum þau fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda að vera heima ef þið eruð með einhver flensueinkenni. Forráðamenn geta tilkynnt veikindi í Innu en einnig er hægt að hringja á skrifstofu skólans.

Við tökum svo stöðuna aftur á morgun. Biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum á heimasíðu skólans og tölvupóstinum ykkar.