Einkunnir, prófsýning og endurtökupróf

 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu mánudaginn 19. desember. Sama dag verður prófsýning í A og M milli kl. 9:00 og 10:00. Hér má sjá hvar prófsýningin verður og hvar umsjónarkennarar verða til viðtals að lokinni prófsýningu (10:00-10:30). 

Nemendur sem þurfa að taka endurtökupróf þurfa að skrá sig í þau mánudaginn 19. desember. 
Endurtökuprófin verða 5. og 6. janúar.

Hér má sjá þær reglur sem gilda um endurtökupróf og um leið viljum við minna á þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Ef einhverjir nemendur hyggjast ekki þiggja áframhaldandi skólavist biðjum við ykkur um að láta Ásdísi aðstoðarskólameistara eða Björk námsstjóra vita sem allra fyrst. 

Þökkum kærlega samfylgdina á önninni og óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla.
Hafið það sem allra best í jólafríinu og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári!