Vörumessa ungra frumkvöðla

Einn hópurinn ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Einn hópurinn ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

 

Nemendur í frumkvöðlafræði tóku nýlega þátt í árlegri vörumessu ungra frumkvöðla í Smáralind. Að þessu sinni tóku ellefu hópar þátt í fyrirtækjasmiðjunni. Þetta var í áttunda sinn sem nemendur úr Kvennaskólanum eru með og enn og aftur komu þau kennurum á óvart með hugmyndaauðgi og dugnaði. Margir hópar gefa hluta af hagnaði til góðgerðamála.
 
Fjölbreytnin var að vanda mikil, til dæmis voru búin til öpp til að leysa ólík vandamál s.s. flokkun úrgangs, val á veitingastað, sundkort í símann og heilsuapp sem hjálpar sjúklingum að borða rétta fæðu. Auk þess framleiddu nemendur fæðubótarkalk, hitapoka til að stilla tíðaverki, heklað skart, lamba-jerky úr lamabalifur til að bæta járnskort, endurskinsmerki úr endurunnu efni, fjölskylduspil og endurnýttu ramma til að geyma skartgripi.
 
Nú vinna hóparnir lokaskýrslur sem dómarar munu meta. Uppskeruhátíð verður svo haldin í Arion banka þann 1. maí næstkomandi. Það verður spennandi að fylgjast með nemendum okkar áfram enda eiga þau framtíðina fyrir sér í hvers konar nýsköpun. 
 
Hér eru nokkrar myndir frá vörumessunni. Við hvetjum nemendur til að senda okkur fleiri myndir frá viðburðinum (til dæmis í skilaboðum á instagram síðu Kvennaskólans).