Viltu vinna ferð til Þýskalands?

Hér má sjá vinningshafa frá því í fyrra:  Nönnu Eggertsdóttur (5. sæti) og Andreu Eiríksdóttur (13. …
Hér má sjá vinningshafa frá því í fyrra: Nönnu Eggertsdóttur (5. sæti) og Andreu Eiríksdóttur (13. sæti).

Félag þýzkukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema um dvöl í Þýskalandi. Samkeppnin nefnist Þýskuþrautin og verður hún haldin miðvikudaginn 24. mars. Í Kvennó verður keppnin í stofu A6 kl. 10:30 en nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má fá hjá þýskukennurum skólans.

Verðlaunahafar eiga möguleika á að vinna 2-4 vikna dvöl í Þýskalandi sumarið 2021 með fjölbreyttri dagskrá. Kvenskælingum hefur farnast vel í keppninni undanfarin ár og nemendur hafa verið mjög ánægðir með ferðalagið. 

Þú getur tekið þátt ef þú:

  • ert íslenskur ríkisborgari
  • ert fædd(ur) á tímabilinu 1996-2004
  • hefur lært þýsku í a.m.k. eitt ár (æskilegt að þú eigir eftir a.m.k. eina önn í skólanum)
  • hefur ekki dvalið lengur en 6 vikur samfleytt í þýskumælandi landi og hefur þína þýskukunnáttu úr skólanum
  • hefur ekki áður hlotið styrk frá Þýskalandi.

Við hvetjum alla þá sem uppfylla skilyrðin til að taka þátt!