Sumarlokun og næsta skólaár

 

Síðasti opnunardagur skrifstofu fyrir sumarleyfi er föstudagurinn 16. júní. Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 8:00.

Um leið og innritun nýnema á 1. ár er lokið fá nemendur bréf frá skólanum með öllum helstu upplýsingum. 

Greiðsluseðill fyrir innritunargjöld haustannar verður stofnaður á island.is og krafa birtist í netbanka. Gjalddagi er 3. júlí og eindagi er 20. júlí. Ef innritunargjöld eru ekki greidd á tilskildum tíma skoðast það sem höfnun á skólavist og verður öðrum umsækjanda boðin skólavist í staðinn. Mikilvægt er að tilkynna skólanum strax með tölvupósti á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is ef skólavistin verður ekki þegin.

Stundatöflur og upplýsingar um bækur og námsgögn verða aðgengileg í Innu um miðjan ágúst.

Yfirlit yfir allar helstu dagsetningar næsta skólaárs má finna hér en við viljum vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Föstudaginn 18. ágúst verður dagskrá fyrir nýnema á 1. ári. Nýnemar þurfa ekki að mæta með gögn þar sem eingöngu er um að ræða upplýsingafund og hópefli með nemendafélagi skólans. Dagskrá hefst kl. 9.00 og lýkur um hádegisbil. Sama dag eiga öll þau sem kosin voru í nefndir og ráð á vegum nemendafélagsins að mæta á fræðsludagskrá Keðjunnar eftir hádegi. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti.
  • Kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst samkvæmt stundaskrá.
  • Miðvikudaginn 30. ágúst kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema.

Vð viljum í lokin minna á að svör við algengum spurningum um skólann og námið má finna hér

Ef erindið er brýnt þá er hægt að senda tölvupóst til skólameistara (kolfinna(hjá)kvenno.is)
eða aðstoðarskólameistara (asdisa(hjá)kvenno.is) í sumar.

Gleðilegt sumar!