Skólabyrjun

 

Það var mikil gleði hjá okkur í Kvennaskólanum í dag þegar nýnemar mættu í fyrsta sinn.
Dagskráin hófst á því að skólameistari ræddi við bekkina og að því loknu hitti hver bekkur sinn umsjónarkennara og fékk kynningu á öllu því helsta sem tengist skólastarfinu. Að því loknu sóttu nemendur í Keðjunni, nemendafélagi skólans, bekkina og fóru í kynnisferð um skólann og voru með hópefli. Vel var passað upp á sóttvarnir og dagskráin miðuð við hvern bekk fyrir sig. Skemmtileg myndbönd frá deginum má sjá undir "story" á  instagram og facebook miðlum skólans.

Á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst, hefst svo kennsla fyrir alla nemendur skólans. Athugið að fyrsti tími byrjar kl. 8:30 í stað 8:10 áður. Verið dugleg að skoða stundaskrána í Innu fyrstu dagana því stundum þarf að breyta stundaskrá/ kennslustofum með stuttum fyrirvara.

Mikilvægt: Við minnum alla nemendur á að kynna sér mjög vel þær reglur sem gilda í skólanum vegna Covid-19.

Að lokum viljum við minna eldri nemendur á að töflubreytingum lýkur 25. ágúst. Snúið ykkur til námsstjóra og aðstoðarskólameistara ef einhverjar breytingar þarf að gera.  Upplýsingar um valáfanga í boði má sjá undir "Aðstoð" í Innu.