Skipulag kennslu vikuna 14. - 18. september

Vikuna 14. - 18. september verða allir bekkir á 1. ári + 2FA, 2H, 2NA, 2ND og 2NÞ í staðnámi.

Áfram er skólanum skipt upp í sóttvarnarhólf, eins meters reglan gildir á öllum svæðum og nemendur þurfa að nota ákveðna innganga. Hver bekkur mun hafa sína heimastofu og gangar skólans eru eingöngu hugsaðir til að fara á milli stofa. Við treystum því að allir virði þær reglur sem gilda og taki þátt í sóttvörnum sem þurfa að fara fram til að skólastarfið geti verið með þeim hætti sem nú er. Hér er yfirlit yfir umgenginsreglur, heimastofur og innganga (ATH! - ein breyting 1FC var færður í A5 í aðalbyggingu skólans, gengið inn um aðalinngang) 

Nemendur sem eru í valáföngum þurfa að fylgjast vel með skilaboðum sem koma frá kennurum þeirra varðandi mætingu í staðnáms- og/eða fjarnámstíma í næstu viku. 

Í næstu viku (14. - 18. september) verða eftirfarandi bekkir í fjarnámi: Allir bekkir á 3ja ári + 2FF, 2FÞ, 2NC og 2NF. 

Við minnum á að í skólanum starfa tveir náms- og starfsráðgjafar. Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa skólans til að fá stuðning við nám og líðan.