Skemmtileg heimsókn í Kvennó

Í dag fengum við góða heimsókn í Kvennó þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og fylgdarlið kíktu við. Gestunum var fyrst boðið í “Plussið” og síðan var blásið til pönnukökuveislu á kennarastofunni. Að lokum skoðuðu gestir nýendurgerða efnafræðistofuna.