Ókeypis bíósýning fyrir nemendur í Bíó Paradís

Framhaldsskólanemum er boðið á sýningu á nýrri þýskri bíómynd fimmtudaginn 18. mars kl. 20:00 í Bíó Paradís v/Hverfisgötu. Athugið að það þarf að skrá sig hjá þýskukennara eða senda póst á Gudrune@kvenno.is í síðasta lagi föstudaginn 12. mars. Ókeypis popp og kók í boði!

Myndin heitir Als Hitler das rosa Kaninchen stahl og hefur hlotið frábæra dóma. Hún er byggð á sjálfsævisögu eftir Judith Kerr og fjallar um gyðingafjölskyldu sem flýði frá Berlín á kosninganóttinni frægu árið 1933. Myndin er með enskum texta.