Skemmtileg keppni í umhverfisfræði

Nemendur í umhverfisfræði unnu nýlega verkefni um orkuvinnslur. Einstaklega góð stemning myndaðist í 3FÞ í keppninni um best útfærðu hugmyndina að orkuvinnslu fyrir sjálfbært Ísland. Keppnin var afar jöfn og spennandi. Sex lið áttust við og var það lið Bjarkar, Kristínar og Sóleyjar sem bar sigur úr bítum. Þær útfærðu skemmtilega hugmynd um að Ísland myndi setja upp sólarorkuver við Selfoss. Tillaga þeirra þótti einstaklega vel útfærð og sannfærandi. Það var svo stjórnin skipuð þeim Erlu, Einari og Nínu sem veitti sigurliðinu verðlaunin, forláta Hello Kitty farandbikar. Önnur lið fengu einnig verðlaun fyrir öfluga frammistöðu og almenn skemmtilegheit. Kennari í áfanganum er Halldóra Jóhannesdóttir.