Nemendur í Menntamaskínu á faraldsfæti


Valáfanginn Menntamaskína er kominn á fullan skrið. Nú taka fimm lið skipuð samtals átján nemendum þátt. Nýsköpunarverkefnin í ár tengjast heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 2: Ekkert hungur og hafa hóparnir farið ólíkar leiðir að því að finna lausnir sem leggja þessu markmiði lið.

Í haust hafa hóparnir sótt sér innblástur og þekkingu með fjölda heimsókna. Meðal annars í Fablab þar sem stýrihópur verkefnisins tók á móti hópnum, kynnti starfsemina og þá aðstoð sem er í boði. Í Sjávarklasanum á Grandagarði fengu nemendur fyrirlestur og skoðuðu sýnishorn af nýjungum sem unnar hafa verið af spotafyrirtækjum klasana. Auk þess fékk hópurinn góðan gest en Stefán Jón Hafstein kom og kynnti nýútkomna bók sína Heimurinn eins og hann er. Stefán Jón hafði frá mörgu að segja eftir áratuga starf við þróunaraðstoð.