Námsmatsdagar 4. - 14. maí

Í næstu viku byrja prófin hjá okkur og því mikilvægt að lesa vel yfir prófareglur skólans, sjá hér. Sjúkrapróf verða föstudaginn 14. maí, athuga að forráðamaður þarf að tilkynna  veikindi að morgni prófdags til skrifstofu skólans í síma 580-7600. 

Nemendur sjá próftöfluna sína í Innu og í þessu skjali hér. Mikilvægt að skoða vel klukkan hvað prófið byrjar og í hvaða stofu/stofum prófið verður. 

Minnum einnig á gögn og góð ráð frá náms- og starfsráðgjöfum t.d. skipulagsblöð, tæki og tól sem auðvelda lestur og fleira, sjá hér og undir aðstoð í Innu.

Gangi ykkur vel!