Móttaka nýnema

Kæru nýnemar.

Á morgun komið þið í Kvennaskólann kl. 9:00 og hittið umsjónarkennarann ykkar sem mun fara yfir ýmsa þætti varðandi skólastarfið með ykkur. Þið verðið búin í skólanum um 11 á morgun.

Það er margt öðruvísi en vant er vegna Covid t.d. munuð þið vera í staðnámi í skólanum þriðju hverju viku en í fjarnámi þess á milli. Í stað þess að færa ykkur á milli kennslustofa og skólabygginga mun bekkurinn hafa eina kennslustofu til umráða og kennarar hinna ólíku kennslugreina munu koma til ykkar í þá stofu.

Borðunum í stofunni verður stillt upp með að lágmarki eins metra millibili og það má ekki færa borðin til.

Við getum því miður ekki verið með mötuneytið opið til að byrja með svo þið verðið að koma með nesti með ykkur í skólann þegar skóladagurinn er langur.

Það verður aðeins einn árgangur í einu í skólanum (9 bekkir), 1. bekkur verður í þessari viku og næstu viku. Svo byrjið þið í fjarnámi í 2 vikur og ef reglur um sóttvarnir verða óbreyttar þá komið þið aftur í staðnám vikuna 14. – 18. september.

Stundataflan sem þið sjáið í Innunni er í fullu gildi að öðru leyti en því að þið verðið ekki í þeim stofum sem þar eru skráðar heldur fáið eina stofu sem þið verðið alla ykkar tíma í þær vikur sem þið verðið í staðnámi.

Kvennaskólinn starfar í mörgum húsum sem hafa fleiri en einn inngang hvert fyrir sig og það gerir okkur kleift að skipta honum upp í aðskild svæði sem minnkar líkur á að smit breiðist út.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir í hvaða stofu (og hvaða húsi) hver bekkur á að vera og hvaða inngang nemendur hvers bekkjar eiga að ganga um. Við hvern inngang verður búið að setja nafn bekkja sem eiga að ganga þar inn.

M stendur fyrir Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1
U stendur fyrir Uppsali og er húsnæði skólans að Þingholtsstræti 37
A og N stendur fyrir aðalbyggingu – N er ákveðinn hluti af aðalbyggingu og það er Fríkirkjuvegur 9

Bekkur

Stofa

Inngangur

1FA

M24

Kjallari (garður) – ef horft er framan á húsið þá er inngangurinn hægra megin í endanum sem er næst Fríkirkjunni

1FC

M19

Portinu sem er á bak við Miðbæjarskólann.

1FF

U1

Aðalinngangur – snýr út að Hellusundi

1FÞ

Bókasafn

Aðalbygging – bakhlið

1NA

Íþróttasalur

Miðbæjarskóli inngangur sem snýr út að Lækjargötu

1NC

M23

Miðbæjarskóli inngangur sem snýr út að Lækjargötu

1ND

M27

Portinu sem er á bak við Miðbæjarskólann.

1NF

N2-3

Aðalbygging – inngangur bak við tröppurnar (snýr að Listasafni Íslands)

1NÞ

N4

Aðalbygging – inngangur bak við tröppurnar (snýr að Listasafni Íslands)

Við munum merkja alla innganga vel og leiðbeina ykkur þegar þið komið í skólann.

Starfið hjá okkur í skólanum tekur mið af gildandi sóttvarnarreglum og í fyrirrúmi er öryggi og velferð nemenda og starfsmanna. Við leggjum áherslu á sóttvarnir í öllum húsum og ég hvet ykkur til þess að gæta ávallt að ykkar einstaklingsbundnu sóttvörnum. Bið ykkur um að mæta ekki í skólann ef þið eruð í einangrun, sóttkví eða eruð með einkenni sem gætu bent til COVID19, svo sem kvef. Nú þurfum við að fara mjög varlega svo við getum boðið uppá nám á staðnum.

Hlökkum til að hitta ykkur á morgun.