Mikilvægt vegna námsmatsdaga

 

Eftirfarandi póstur var sendur til nemenda þann 30. nóvember. Mikilvægt er að lesa þetta vel yfir: 

  • Námsmatsdagar hefjast í næstu viku og biðjum við ykkur að skoða vel klukkan hvað prófin ykkar byrja og í hvaða stofum prófið er, sjá hér
  • Ef próf er í fleiri en einni byggingu þurfið þið að athuga vel í hvaða byggingu ykkar bekkur á að vera.
  • Nemendur sem hafa skráð sig í sérstofu hjá námsráðgjöfum taka prófin sín í stofu M22.
  • Mikilvægt að þið kynnið ykkur vel prófareglur og prófafyrirkomulag, sjá hér . Athugið að ef nemandi verður uppvís að því að nota óleyfileg gögn telst nemandi fallinn á prófinu.
  • Þegar þið komið í próf þá eigið þið að setja yfirhafnir og annað fremst í prófstofuna. Pennaveski mega ekki vera á borðum.
  • Öll snjalltæki og/eða heyrnartól eru bönnuð. Slökkt skal á símum eða setja á flugstillingu og þeir skildir eftir hjá yfirsetufólki eða hafðir í tösku eða yfirhöfn.
  • Þið eruð vinsamlegast beðin um að yfirgefa bygginguna hljóðlega um leið og þið gangið út úr prófinu svo nemendur sem eru ennþá í prófi verði ekki fyrir truflun.
  • Veikindi á að tilkynna strax að morgni prófdags (hringja á skrifstofu skólans) og staðfesta síðan með læknisvottorði dagsettu samdægurs. Vottorðinu skal skila á skrifstofu þegar nemandi kemur næst í skólann. Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 15. desember í N2 og hefjast kl. 9:00.
  • Hægt er nálgast ýmis gögn og góð ráð frá náms- og starfsráðgjöfum skólans, t.d. skipulagsblöð og góðar aðferðir við tímastjórnun og próftækni undir Aðstoð í Innu og hér

Gangi ykkur sem allra best