Mikil spenna í kosningum til Keðjunnar

Brátt kveðjum við þessa flottu fulltrúa sem myndað hafa miðstjórn Keðjunnar í vetur.
Brátt kveðjum við þessa flottu fulltrúa sem myndað hafa miðstjórn Keðjunnar í vetur.

 

Það er alltaf fjör þegar nemendur kjósa sér fulltrúa í embætti nemendafélagsins, meira að segja á Covid-19 tímum!
Í þessari viku hafa frambjóðendur kynnt sig með fjölbreyttum hætti og á morgun, fimmtudag, verða rafrænar kosningar haldnar. Vegna faraldursins hefur kosningabaráttan aðallega farið fram í gegnum samfélagsmiðla og í kvöld verður árlegum framboðsfundi streymt kl. 20:00 og sjálfri kosningavökunni síðan á sama tíma á fimmtudagskvöld.

Gaman er að sjá hversu margir nemendur eru í framboði og hversu góð stemmningin er í félagslífinu þrátt fyrir erfið skilyrði síðustu mánuði. Nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir æðruleysið og jákvæðnina og við hlökkum svo sannarlega til að sjá félagslífið blómstra á næsta skólaári.

Við hvetjum alla nemendur skólans til að nýta kosningaréttinn sinn á morgun því gott félagslíf er mikilvægur partur af skólasamfélaginu okkar hér í Kvennó.