Meðlimir Hatara heimsóttu Kvennaskólann

Anna Hildur tók þessa skemmtilegu
Anna Hildur tók þessa skemmtilegu "sjálfu" með hópnum
Nemendur í valáfanga ensku og kvikmyndafræði fóru nýlega á heimildamyndina A Song Called Hate sem fjallar um Eurovisongjörning hljómsveitarinnar Hatara. Í framhaldinu fengu nemendur valáfangans svo heimsókn frá leikstjóranum Önnu Hildi Hildibrandsdóttur og tveimur meðlimum Hatara, þeim Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Klemens Hannigan, til að ræða um verkið. Heimsóknin vakti mikla lukku meðal nemenda og umræðurnar voru mjög góðar. Þess má geta að heimildamyndin hefur á síðustu vikum, vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn og hlaut fyrir stuttu verðlaun á kvikmyndahátíð á Ítalíu. Kennari áfangans er Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir.