Líðan barna á tímum Covid-19

Nú stendur yfir rafræn spurningarkönnun á líðan ungmenna sem eru fædd árið 2004 á vegum LIFECOURSE rannsóknarteymisins við Háskólann í Reykjavík og heilsugæslunnar. Þið sem eruð fædd 2004 og tóku þátt á fyrri stigum rannsóknarinnar (61% allra barna fædd á Íslandi árið 2004), ykkur er boðið áframhaldandi þátttaka.

Könnun felur í sér að svara þrisvar sinnum spurningalista um daglegt líf og líðan þína. Foreldri eða forráðamaður þarf einnig að samþykkja þátttöku í rannsókninni.

Allir sem taka þátt í könnunni fara sjálfkrafa í happdrætti þar sem hægt er að vinna inneign frá Advania, Símanum eða ELKO (frá 10.000 til 100.000 kr).
Frekari upplýsinga um rannsóknina er að finna á lifecourse.is eða https://lifecourse-survey.eu/