Kvennó tekur þátt í Menntamaskínu 2020

Menntamaskínan (MEMA) er framhaldsskólaáfangi þar sem sköpunarkraftur ungs fólks er virkjaður til að takast á við áskoranir framtíðarinnar, unnið er út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Nemendur úr Kvennaskólanum taka nú þátt í fyrsta sinn. Í ár vinna þátttakendur með 11. heimsmarkmiðið, sjálfbærar borgir og samfélög. Verkefnin miða að því að auka sjálfbærni í borgum og munu nemendur gera frumgerðir af nýjungum sínum sem kynnt verða í lok nóvember.
Sjá frétt á vef HÍ sem er einn af bakhjörlum Menntamaskínu.