Kvennaskólanemendur hlutu viðurkenningu fyrir mestu nýsköpunina

Nú eru niðurstöður í keppni Ungra frumkvöðla 2020 orðin ljós og hlutu nemendur Kvennaskólans, sem tóku þátt, viðurkenningu fyrir sjampókubbana sína. Þóttu þeir vera mesta nýsköpun af þeim 109 hugmyndum sem tóku þátt. Til hamingju með árangurinn: Eva Rut, Gunnar Daníel, Hekla Kristín, Helga Rún, Jón Arnar, Nikhil og Steinn.

Fyrirtækið Dyngja úr Verslunarskólanum bar sigur út býtum sem fyrirtæki ársins. Hér er hlekkur á heimasíðu Ungra frumkvöðla þar sem hægt er að sjá myndbönd allra þeirra fyrirtækja sem fengu verðlaun og viðurkenningar í keppninni í ár.

https://ungirfrumkvodlar.is/uncategorized/fyrirtaekid-dyngja-ur-verslunarskola-islands-er-fyrirtaeki-arsins-i-samkeppni-ungra-frumkvodla-2020/