Hundrað ár frá fyrsta peysufatadeginum

Í dag gera 3.bekkingar sér dagamun og halda peysufatadaginn hátíðlegan. Með réttu hefði þessi dagur þeirra átt að vera fyrir ári síðan og dagskráin öllu veglegri en þessar elskur eru meistarar í æðruleysi og með gleðina að vopni ætla þau að skemmta sér og öðrum í dag. Peysufatadagurinn var fyrst haldinn árið 1921 og er því hefðin 100 ára í ár.  Þegar frú Þóra Melsteð, stofnandi skólans var skólastjóri á árunum 1874 til 1906 var það venja að nemendur væru í íslenskum búningi í skólanum. Það breyttist með tímanum og árið 1920 gengu aðeins nokkrar stúlknanna enn í slíkum skólaklæðnaði. Árið 1921 tóku þær sig saman og komu á peysufötum i skólann og gerðu sér dagamun. Það var fyrsti peysudagurinn og er nú ómissandi hefð á hverju skólaári og sannkallaður vorboði hér í miðborginni.
 
Fleiri myndir má sjá á facebook-síðu skólans