Heimsóknir fyrir 10. bekkinga

ATH: Því miður er uppbókað í allar heimsóknirnar en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á kvenno@kvenno.is eða hringja á skrifstofu skólans, s. 580 7600.
Við bjóðum 10. bekkingum að skrá sig í heimsóknir til að fá kynningu á námsframboði og félagslífi skólans. Hægt verður að spjalla við bæði kennara og nemendur og skoða skólahúsnæðið. Að hámarki 50 manns verða í hverri skólabyggingu á sama tíma.
Nemendur þurfa að skrá sig fyrirfram og fá tölvupóst um hvert þeir eiga að mæta. Mikilvægt er að mæta í rétta byggingu til að hægt sé að virða fjöldatakmarkanir. Þá viljum við minna á nýja kynningarsíðu skólans þar sem hægt er að skoða ný myndbönd, skoða bæklinga og sjá svör við algengum spurningum frá umsækjendum. Heimsóknir eru á eftirfarandi tímum og má reikna með að hver þeirra taki ca. klukkustund. 

  • Föstudagurinn 12. mars kl. 15:00 - UPPBÓKAÐ
  • Þriðjudagurinn 16. mars kl. 17:00 - UPPBÓKAÐ
  • Föstudagurinn 19. mars kl. 15:00 - UPPBÓKAÐ
  • Þriðjudagurinn 23. mars kl. 17:00 - UPPBÓKAÐ


Vegna fjöldatakmarkana óskum við eftir því að forráðamenn mæti ekki með.