Guðbrandsbiblía Kvennaskólans

Í desember 1957 eignaðist Kvennaskólinn ljósprentað eintak af Guðbrandsbiblíu. Þetta var gjöf frá kennurum skólans og er bókin ljósprentuð eftir eintaki frá 1584 sem Guðbrandur biskup Þorláksson gaf Knappstaðakirkju en er nú varðveitt í Landsbókasafni Íslands. Aðeins voru ljósprentuð 500 eintök. Fyrir u.þ.b. 2 árum síðan var ákveðið að láta gera við eintak Kvennaskólans enda var það illa farið. Nú er viðgerð lokið og það voru þau Stefán Jón Sigurðsson og Hrefna Ársælsdóttir sem unnu að viðgerð og afhentu Hjalta Jóni skólameistara nýviðgerða bókina í Plussinu.