Gleði og stolt þegar nemendur skila lokaverkefnum sínum

Vegna Covid- 19 skiluðu nemendur verkefnunum rafrænt að þessu sinni en hér má sjá nokkra nemendur sk…
Vegna Covid- 19 skiluðu nemendur verkefnunum rafrænt að þessu sinni en hér má sjá nokkra nemendur skila verkefnum sínum árið 2019.

 

Allir nemendur Kvennaskólans vinna svokallað lokaverkefni á útskriftarárinu sínu. Þar fá nemendur tækifæri til að velja sér viðfangsefni út frá sínu áhugasviði og vinna verkefni undir leiðsögn kennara. Nemendur læra mikið í þessu ferli og það er því alltaf stór stund þegar nemendur ljúka verkefninu og skila því inn til yfirlestrar. Áfanginn á sér langa og merkilega sögu í skólanum og á hverju ári eru veitt verðlaun, svokallaður Stúdentspenni, úr verðlaunasjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrir besta lokaverkefnið.

Þessa önnina voru viðfangsefnin fjölmörg og fjölbreytileg og má hér sjá dæmi um nokkra titla: Þróun hlutabréfamarkaðar á tímum veirufaraldurs; Þátttaka Bandaríkjanna í alþjóðasamvinnu um umhverfismál; Konur í Kongó; Afreksstefnan - Hvað er á bakvið velgengnina?; Hljóðrás Víetnamstríðsins - Tengsl stríðs og tónlistar; Klámvæðing - Birtingarmynd og áhrif hennar; Áhrif tónlistar á andlega heilsu; Sjálflýsandi sjávardýr; Áhrif ofþjálfunar; Snjóflóð - Hvers vegna og við hvaða aðstæður falla snjóflóð?; Þróun íslenska hestsins - Áhrif náttúruvals.

Við óskum öllum nemendum á lokaári hjartanlega til hamingju með uppskeruna!