Geislameðferðardeild heimsótt

 

Fimmtudaginn 27. október fóru nemendur úr valáfanganum Geislaveisla: Snúningur og geislun í heimsókn á geislameðferðardeild Landspítalans. Nemendur fengu að skoða aðstöðuna á deildinni og kynna sér virkni línuhraðals sem notaður er í krabbameinsmeðferðum og svokallaða ísótopastofu þar sem geislaefni er framleitt fyrir greiningu, meðal annars á krabbameini. 
Þetta var mjög áhugaverð heimsókn og þökkum við starfsfólki kærlega fyrir góðar móttökur.