Frestun á opnu húsi

Vegna COVID-19 veirunnar hefur opnu húsi sem vera átti í Kvennaskólanum mánudaginn 16. mars verið frestað um óákveðinn tíma. Þeim, sem vilja leita sér upplýsinga um skólann og það nám sem er í boði, er bent á að skoða vel ýmsar upplýsingar hér á heimasíðunni.