Ertu efni í ólympíufara?

 

Landskeppnin í efnafræði verður haldin fimmtudaginn 3. mars. Stigahæstu nemendum landsins verður boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands fyrstu helgina í apríl.

Að úrslitakeppni lokinni verður valin fjögurra manna Ólympíusveit Íslands til þátttöku í tveimur verkefnum:

  • Norrænu Ólympíukeppninni í efnafræði í Reykjavík 4.-8. júlí 2022
  • Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Kína, 10.-20. júlí 2022

Nemendur úr Kvennó hafa staðið sig mjög vel í keppninni undanfarin ár og það að taka þátt í forkeppninni er reynsla sem er gott að hafa á ferilskrá sinni.

Skráning í Kvennaskólanum er hjá efnafræðikennurunum Ragnheiði og Sigurði. Netföngin þeirra eru ragnheidurr@kvenno.is og sigurdurev@kvenno.is

Athugið að aðeins þeir nemendur sem ekki eru orðnir 20 ára þann 1. júlí 2022 eru gjaldgengir í Ólympíusveitina.