Danskir kennarar kynntu sér fjölbreyttar námsmatsaðferðir

Á myndinni má sjá hópinn ásamt Ásdísi Arnalds, aðstoðarskólameistara Kvennaskólans.
Á myndinni má sjá hópinn ásamt Ásdísi Arnalds, aðstoðarskólameistara Kvennaskólans.
 
Við fengum skemmtilega heimsókn í síðustu viku þegar fimm kennarar frá Virum Gymnasium komu í starfsspeglun (e. job shadowing) í tvo kennsludaga. Þjálfunin var hluti af Erasmus+ verkefni sem skólinn er þátttakandi í og snýr m.a. að því að kennarar skuli kynna sér fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Von er á öðrum hópi frá þessum sama skóla í mars og vonandi fara svo starfsmenn frá okkur til þeirra á næsta ári og kynna sér starfið hjá þeim. Kvennaskólinn hlaut nýlega vottun sem fullgildur Erasmus+ skóli og bíða mörg spennandi verkefni handan við hornið.