Upphaf vorannar

 

Kæru nemendur
Við óskum ykkur gleðilegs og gæfuríks árs. Stundatöflur eru sýnilegar í Innu sem og námsgagnalistar. Athugið þó að stofutöflur geta breyst fyrstu dagana.

Stefna stjórnvalda er að halda úti skólastarfi og staðkennslu eins og hægt er en það er viðbúið að covid-ástandið mun að einhverju leyti raska skólastarfi.

Við biðjum ykkur að reyna að vera með tölvu- eða snjalltæki, heyrnartól og hleðslutæki í skólanum því líklegt er að grípa þurfi til fjarkennslu í einhverjum kennslustundum og jafnvel með stuttum fyrirvara. Fylgist því vel með tölvupósti og tilkynningum á Innu.

Athugið að það er núna grímuskylda í skólanum - líka í kennslustundum.

Einnig minnum við á persónubundnar sóttvarnir (þvo og spritta hendur og sótthreinsa borð og stólbök).

Meðan núverandi samkomutakmarkanir eru í gildi verður ekki boðið upp á heitan mat í hádeginu í mötuneyti skólans en hægt verður að kaupa léttan mat.

Ef þið lendið í sóttkví eða einangrun er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Tilkynna til skólans
  2. Innan er vinnutæki ykkar og fylgjast þarf vel með þar
  3. Verið í góðum samskiptum við einhvern í bekknum
  4. Verið í samskiptum við kennara ef þarf
  5. Hafið samband við skólann ef þið eruð í vandræðum með tölvu- eða tækjakost (athuga líka tölvu- og tækniaðstoð á heimasíðu skólans

Hlökkum til samstarfsins á nýju ári