Viðurkenning fyrir grænt skref

 

Kvennaskólinn hefur fengið viðurkenningu fyrir að hafa tekið grænt skref í rekstri. Í þessu fyrsta skrefi felst meðal annars að hafin er vinna við grænt bókhald, lögð er áhersla á að kaupa umhverfisvottaðar vörur, boðið er upp á samgöngusamninga, verklag miðar að því að draga úr orkunotkun, flokkað er að lágmarki í fimm úrgangsflokka og notaður er margnota borðbúnaður.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.