Verðlaunaleikur fyrir 1. bekkinga

 

Miðvikudaginn 5. október var Forvarnardagurinn haldinn í Heilsueflandi skólum um land allt. Í Kvennaskólanum var fræðsludagskrá í öllum bekkjum þar sem nemendur ræddu um ýmsar forvarnir og nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp. Að lokum var svo unnið í hópavinnu og niðurstöður sendar til forvarnarfulltrúa skólans.

Nemendum á 1. ári gefst kostur á að taka þátt í leik þar sem þau vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu.

Hægt er að nálgast allt kynningarefni á vefsíðunni www.forvarnardagur.is sem Embætti landlæknis heldur úti.