Verðlaun fyrir matreiðsluþátt á frönsku

Á myndinni má sjá Ragnheiði Eddu með verðlaunin í fanginu, ásamt fulltrúum frá sendiráði Frakklands …
Á myndinni má sjá Ragnheiði Eddu með verðlaunin í fanginu, ásamt fulltrúum frá sendiráði Frakklands á Íslandi og Alliance française í Reykjavík. Því miður gat Viktoría ekki verið viðstödd verðlaunaafhendinguna. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

 

Laugardaginn 19. mars var tilkynnt um úrslit í frönskukeppni framhaldsskólanna. Keppnin hefur verið haldin árlega um langt skeið í tilefni af viku franskrar tungu og hins frönskumælandi heims (Semaine de la langue française et de la francophonie). Að þessu sinni var efni keppninnar "Le chef cuisinier à la télévision", eða "Kokkurinn í sjónvarpinu". Þátttakendur skrifuðu handrit að matreiðsluþætti á frönsku, æfðu framburð, matreiddu og tóku upp matreiðsluna með frönskum útskýringum og unnu svo eftirvinnslu áður en myndbandinu var skilað tilbúnu í keppnina. Átján myndbönd bárust í keppnina, ýmist frá einstaklingum eða 2-3 saman í hópi.
 
Tvær stúlkur úr 2NC, Ragnheiður Edda Hlynsdóttir og Viktoría Helgadóttir, gerðu sér lítið fyrir og hrepptu annað sæti. Fengu þær stóra og þunga gjafakörfu í verðlaun, með ýmsu frönsku góðgæti, svo sem ostum, sultu og límonaði. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.