Velkomin til starfa Kolfinna

Kolfinna Jóhannesdóttir var á dögunum skipuð skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tekur við af Hjalta Jóni sem kveður nú skólann eftir sjö ára starf.

Við þökkum Hjalta kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og samgleðjumst honum innilega á þessum tímamótum um leið og við bjóðum Kolfinnu hjartanlega velkomna til starfa.