Undanúrslitin í Gettu betur

Frá vinstri: Jón Kristján, Árni og Embla María í keppni gærdagsins
Frá vinstri: Jón Kristján, Árni og Embla María í keppni gærdagsins

 

Í gær keppti liðið okkar í undanúrslitum Gettu betur. Keppnin var mjög jöfn framan af en lið Menntaskólans í Hamrahlíð var sterkara á endasprettinum og vann frækilegan sigur. Við viljum þakka útskriftarnemunum Emblu Maríu og Jóni fyrir stórglæsilega frammistöðu í keppninni og vonumst eftir að Árni haldi áfram á næsta ári. Sömuleiðis þökkum við þjálfurum og liðstjórum fyrir þeirra vinnu í vetur og öllu stuðningsfólkinu okkar, bæði áhorfendum í sal og þeim sem fylgdust með í útvarpi og sjónvarpi.

Við hlökkum til að hefja nýtt Gettu betur ár næsta haust og upplifa stemninguna sem því fylgir.

Takk fyrir geggjaða skemmtun í vetur!