Tryggðu sér sæti í sjónvarpssal

Frá vinstri: Jón Kristján, Árni og Embla María
Frá vinstri: Jón Kristján, Árni og Embla María

 

Spurningaliðið okkar í Gettu betur vann góðan sigur á liði Tækniskólans á miðvikudagskvöld. Staðan að loknum hraðaspurningum var 16-9, Kvennaskólanum í vil og lokatölur keppninnar urðu 28 – 11. Liðið er því komið í 8-liða úrslit og mun mæta Menntaskólanum við Sund í fyrstu sjónvarpsviðureign vetrarins þann 8. febrúar. 

Lið Kvennaskólans skipa Árni Jónsson, Embla María Möller Atladóttir og Jón Kristján Sigurðarson. Þjálfarar liðsins eru þau, Ari Borg Helgason, Hafsteinn Breki Gunnarsson, Hekla Sól Hafsteinsdóttir og Hildur Sigurbergsdóttir. Spyrill í Gettu betur er Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og spurningahöfundar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason.

Við óskum þeim Árna, Emblu Maríu og Jóni Kristjáni innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að mæta í sjónvarpssal.