Svekkjandi úrslit

 

Í gær fóru fram sextán liða úrslit í Gettu betur keppninni þar sem lið Kvennaskólans mætti liði Fjölbrautarskólans við Ármúla. 

Staðan var 15-10 að loknum hraðaspurningum, Kvennó í í vil. Við leiddum svo keppnina með einu stigi þegar lokaspurningin var lesin upp. Hún gaf tvö stig og náði FÁ að svara henni rétt. Lokatölur urðu 21-22. Fín frammistaða hjá báðum liðum og sárlega svekkjandi að frábært lið Kvennaskólans hafi tapað á þessari lokaspurningu.

Í liði Kvennaskólans voru þau Hafsteinn Breki Gunnarsson, Embla María Möller Atladóttir og Árni Jónsson. Þjálfarar liðsins voru þau Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir. Við þökkum þeim öllum fyrir frábæra vinnu og skemmtunina. 

 Við óskum FÁ innilega til hamingju með sigurinn og velfarnaðar í næstu keppni.