- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Stútent úr Kvennaskólanum tók við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
Styrkþegi úr Kvennó að þessu sinni var Elín Elmarsdóttir Van Pelt sem brautskráðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2024 og hlaut við útskrift viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði.
Við sendum Elínu okkar innilegustu heillaóskir. Nánari upplýsingar um verðlaunin og verlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands.