Stórskemmtilegir Kvennóleikar

 

Það var líf og fjör í Kvennaskólanum síðastliðinn mánudag þegar Kvennóleikarnir voru endurvaktir eftir smá hlé. Bekkirnir kepptu sín á milli í ýmsum þrautum; ljóðakeppni, reipitogi, húllahoppi, boðhlaupi, tónlistargetraun, limbó, kappáti, skotbolta, dodgeball, actionary, körfubolta og skutlugerð. Starfsfólk skólans tók líka virkan þátt í skemmtuninni og voru dómarar í leikunum og klæddust í svokölluðu Emo-þema. Nemendur í fyrsta bekk voru klæddir í 80's þema, nemendur í öðrum bekk voru klæddir '90's þema og þriðju bekkingar voru klæddir í 00's þema. Keppnin var æsispennandi og aðeins munaði einu stigi á efstu tveimur liðunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegarana í 1NÞ hampa hinum eftirsótta Kvennóleikabikar. Í  öðru sæti varð 1NC og í þriðja sæti varð 3ND. Efstu þrír bekkirnir fengu verðlaun og viðurkenningaskjal. 

Allt saman heppnaðist eins og best var á kosið og viljum við þakka nemendum í tómstunda-og félagsmálafræði kærlega fyrir að skipuleggja viðburðinn ásamt kennaranum sínum, Ólínu Ásgeirsdóttur. Við erum strax farin að hlakka til næstu Kvennóleika! 

Fleiri myndir og myndbönd má finna á instagramsíðu skólans.