Stöðupróf í albönsku, arabísku, filippeysku og víetnömsku

Stöðupróf í albönsku, arabísku, filippeysku (filipino) og víetnömsku verða haldin í Kvennaskólanum í Reykjavík föstudaginn 8. nóvember kl. 14:30.

Prófin verða í húsnæði Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 1. 

Mest geta nemendur fengið 20 einingar metnar, 15 einingar á 1. þrepi og 5 einingar á 2. þrepi.

Skráning fer fram á heimasíðu skólans og þarf að skráningu að vera lokið í síðasta lagi mánudaginn 4. nóvember. Prófgjald er kr. 20.000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning: 0133-26-015272, kt. 650276-0359. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á gudnyrun@kvenno.is.

Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið. Athugið að í stöðuprófi er gert ráð fyrir sérstakri færni í tungumálinu t.d. ef um er að ræða annað móðurmál viðkomandi eða búsetu erlendis.

Skráningarhlekkur: https://forms.office.com/e/etF6gyyiar

Nánari upplýsingar veitir Björk áfangastjóri (bjorkth@kvenno.is)