Stöðupróf

Nemendur sem hafa grunn í spænsku, dönsku, búlgörsku og/eða serbnesku stendur til boða að taka stöðupróf og fá einingar úr stöðuprófi metnar inn í námsferilinn sinn. Athugið að í stöðuprófi er gert ráð fyrir sérstakri færni í tungumálinu t.d. ef um er að ræða annað móðurmál viðkomandi eða búsetu erlendis.

  • Stöðupróf í dönsku og spænsku verður haldið í Menntaskólanum við Sund 26. september:
    Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Msund https://www.msund.is/is/vidburdir/stoduprof-i-spaensku-og-donsku
  • Stöðupróf í serbnesku verður haldið í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ 15. september:
    Skráning í gegnum tölvupóst á fg@fg.is. Próftakar þurfa að greiða kl. 15,000 inn á reikning 0318-26-13268, kt. 581286-1639 í síðasta lagi 12.09.2023 og senda staðfestingu á greiðslu á netfangið fg@fg.is.
  • Stöðupróf í búlgörsku verður haldið í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ 15. september:
    Nemendur eru beðnir um að senda tölvupóst á: veska.jonsdottir@fss.is fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

Nánari upplýsingar veitir Björk Þorgeirsdóttir, námstjóri Kvennaskólans, bjorkth@kvenno.is