Stjórnarskipti í félagslífinu

 

Mikilvægur þáttur í skólastarfi Kvennaskólans er gott félagslíf. Keðjan, nemendafélag Kvennaskólans er yfir hundrað ára gamalt félag og gríðarlega öflugt þegar kemur að nýjum og gömlum hefðum innan skólans.

Keðjan skipuleggur mjörg marga viðburði yfir skólaárið og fjölmargar nefndir starfa innan þess. Nemendafélaginu er stýrt af stjórn en í henni sitja formaður og gjaldkeri ásamt formönnum stærstu nefndanna.

Föstudaginn 3. maí fóru fram stjórnarskipti hjá félaginu. Nýja stjórn skipa Logi Hjörvarsson (forseti Keðjunnar), Daníela Hjördís Magnúsdóttir (gjaldkeri Keðjunnar), Marta Björg Björnsdóttir (formaður margmiðlunarráðs), Óttar Örn Bergmann (formaður skemmtinefndar), Áskell Einar Pálmason (formaður listanefndar), Karólína Huld Lárusdóttir (formaður málfundafélagsins Loka), Eyrún Una Arnarsdóttir (formaður leikfélagsins Fúríu) og Eva Harðardóttir (formaður markaðsnefndar). Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til  samstarfsins á næsta skólaári.

Við þökkum fráfarandi stjórn innilega fyrir þeirra mikilvæga framlag. Þau Embla María, Ólafur, Ísabella, Steinar, Erlen, Unnur, Birgir og Sif eru búin að öðlast mikilvæga reynslu í gegnum félagslífið og við þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Á myndunum má sjá nýja stjórn og fráfarandi stjórn en þau síðarnefndu skarta dimmisjónbúningum á efri myndinni.