Starfsþjálfun kennaranema úr HÍ

Mynd frá fyrsta þriðjudagsfundi haustannar - haldinn í Teams
Mynd frá fyrsta þriðjudagsfundi haustannar - haldinn í Teams

Kvennaskólinn í Reykjavík er einn af samstarfsskólum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um menntun framhaldsskólakennara. Í lok september tókum við í Kvennó formlega á móti 16 kennaranemum úr Hí sem verða hjá okkur í starfsnámi skólaárið 2020 - 2021. Kennaranemarnir sækja vikulega fundi og kynnast fjölbreyttum þáttum í starfsemi skólans. Þeir fá tækifæri til að fylgjast með kennslustundum (áhorf), mæta á kennarafundi, aðstoða við kennslu og að lokum fá þeir æfingu í að kenna sjálfir undir handleiðslu leiðsagnakennara sem eru starfandi kennarar við Kvennaskólann. Á þessum Covid tímum þá munu nemarnir fá þjálfun í bæði fjar- og staðkennslu. Björk Þorgeirsdóttir námstjóri sér um verkefnastjórn kennaranema. 

Við bjóðum nemana innilega velkomna til okkar!