Starfsfólk í fræðsluferð

 

Þegar nemendur voru í haustfríi fór hluti starfsfólks (32 kennarar og stjórnendur) í endurmenntunarferð til Írlands. Tveir dagar voru notaðir í skólaheimsóknir til Galway á Írlandi þar sem tveir skólar voru heimsóttir, Clarin College og Coláste Bhaile Chláir. Hópurinn var í þéttri dagskrá allan tímann og fékk fjölbreytta fræðslu um írska skólakerfið. Þau fengu góða kynningu á skólunum og tóku þátt í kennslustundum og ræddu við starfsfólk og nemendur. Starfsfólk var sammála um að ferðin hefði verið virkilega áhugaverð og skemmtileg. Margar góðar hugmyndir vöknuðu, bæði varðandi kennsluaðferðir og skólaumhverfi sem mun án efa skila sér inn í skólastarfið hér við Tjörnina. Það vantar að minnsta kosti ekki eldmóðinn hjá starfsfólkinu okkar, sérstaklega ekki eftir svona velheppnaða fræðsluferð.