Söngleikurinn High Skúl Musical

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, sýnir þessa dagana söngleikinn High Skúl Musical í Iðnó. Söngleikurinn er byggður á samnefndri Disney mynd frá 2006 og fjallar um unglinga í framhaldsskóla sem eru m.a. að móta sjálfmynd sína og finna ástina. Uppfærsla Fúríu á þessum söngleik er alveg einstaklega vel heppnuð, mikið fjör, söngur og dans og þátttakendum til mikils sóma. Um 80 nemendur taka þátt á einhvern hátt og eiga þeir allir hrós skilið. Leikstjóri er Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm og danshöfundur Aníta Rós Þorsteinsdóttir. Miðasala fer fram á https://kedjan.is/midasala .