Söngkeppnin 2022 á Húsavík

 

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 3. apríl kl. 19:45. Keppnin hefur verið haldin í yfir 30 ár og er stærsti sameiginlegi viðburðurinn í félagslífi framhaldsskólanema á Íslandi. Á Húsavík munu keppendur frá 23 skólum stíga á svið auk skemmtiatriða. Miðasala er á www.tix.is.

Keppnin verður send út í beinni útsendingu á RÚV og gefst áhorfendum kostur á að taka þátt í símakosningu sem verður opin frá upphafi útsendingar.

Fulltrúi Kvennaskólans verður Marín Inga Schulin Jónsdóttir. Hún sigraði Rymju, söngkeppni Kvennaskólans, á Tjarnardögum í febrúar. Við hlökkum mikið til að fylgjast með Marín í keppninni enda er hér á ferð frábær söngkona sem á framtíðina fyrir sér.