Skyndihjálp í íþróttasalnum

Nemendur í ÍÞRÓ2LC01-líkams- og heilsurækt, fengu góða gesti í heimsókn þessa vikuna. Fulltrúar frá Bjargráði, sem er verkefni á vegum Félags læknanema, fræddu nemendur um skyndihjálp og kenndu þeim réttu handtökin í verklegri kennslu þar sem nemendur fengu meðal annars að spreyta sig á hjartahnoði á sérútbúnum skyndihjálpardúkkum. Heimsóknirnar tókust frábærlega, nemendur voru mjög áhugasamir og til fyrirmyndar í alla staði. Í Kvennaskólanum geta nemendur fengið metnar einingar fyrir að ljúka viðurkenndu skyndihjálparnámskeiði. Áhugasamir geta haft samband við námstjóra til að fá nánari upplýsingar.