Skólaferð á Njáluslóðir

 

Það var mikið fjör þegar fjórir bekkir á öðru ári fóru á Njáluslóðir í gær. Fyrst var gengið að Gluggafossi og svo var hlíðin fagra að Hlíðarenda heimsótt. Í hádeginu var hamborgaraveisla að Sögusetrinu á Hvolsvelli. Því næst var farið að Keldum, elsta torfbæ á Íslandi. Þar er bær byggður á stofni bæjar sem stóð á tímum Njálu. Loks var gengið upp að Gunnarsteini þar sem barist var að víkingasið eins og nemendur lesa um í Brennu-Njáls sögu þetta misserið. Virkilega góð ferð og nemendur sér og skólanum sínum til mikils sóma. Íslenskukennararnir sem skipulögðu ferðina eru Helgi Jónsson, Sigrún Steingrímsdóttir og Sverrir Árnason.